-->

Sunday, September 13, 2009

Upplýsingar fyrir byrjendur

Hérna fyrir neðan er hægt að sjá helstu upplýsingar varðandi hvað þarf að hafa með sér á æfingar?, hvert á að mæta?, greiðsla æfingargjalda? og fleira

Leggjum áherslu á alvöru sjálfsvörn sem virkar í skemmtilegum tímum með færum þjálfurum. Allir tímar nema mma eru opnir tímar. Hægt er að mæta á þá hvenær sem er á önninni og án þess að hafa samband áður, bara mæta á staðinn. Tímarnir fara fram í kjallara sal í Egilshöll. Aðstaða til fataskipta og sturtu er rétt hjá fótboltavellinum. Hafiru nánari spurningar endilega hafðu samband á fjolnirfightclub@gmail.com eða kíktu á spjallborðið okkar á www.fjolnirfightclub.tk þar er einnig hægt að skoða bloggið okkar.


Brazilian Jiu Jitsu j.r.: Þessi hópur er einungis fyrir krakka sem eru ekki eldri en 12ára. Gott er að mæta 10mín fyrir tíman í góðum íþrótta fötum sem eru ekki með rennilás eða öðru sem getur þvælst fyrir. Skemmtilegar tímar fyrir unga krakka sem vilja bæði hafa gaman af æfingum og læra sjálfsvörn sem virkar.

Búnaður sem mælt er með: Gómur

Brazilian Jiu Jitsu 1 (bjj 1): Hópurinn er fyrir byrjendur í BJJ. Lögð áhersla á grunntæknir og æfingar fyrir BJJ. Tíminn er opin öllum og hægt að mæta í hann hvenær sem er á önninni. Æskilegt að mæta í góðum íþróttafötum og mæta 10min fyrir tímann.

Búnaður sem mælt er með: Gómur, Galli

Brazilian Jiu Jitsu 2 (bjj 2): Hópur fyrir lengra komna í BJJ. Æskilegt að hafa góðan grunn þar sem æfingarnar eru bæði tæknilega og líkamlega erfiðari en bjj 1. Skylda að eiga Gi (bjj galla) til að geta stundað þessar æfingar.

Búnaður sem mælt er með: Gómur, Galli, Íþróttateip

Kickbox/ Muay Thai: Hópurinn er opinn öllum. Skemmtilegir tímar sem leggja ekki einungis áherslu á högg og spörk heldur er gamla góða púlið alltaf á sínum stað. Skemmtilegir tímar sem koma þér í gott form á stuttum tíma.

Búnaður sem mælt er með: Gómur, Vafningar, Íþróttateip, 16oz Boxhanskar, Legghlífar

MMA: Tímar fyrir þá sem hafa grunn í BJJ og Kickboxi. Topp hópurinn æfir hér. Lokaðir tímar. Skylda að eiga allar hlífar sem þarf til þess að geta stundað mma almennilega. Nánari upplýsingar hjá þjálfara. Einnig hægt að hafa samband við þjálfara ef þú telur þig eiga heima í hópnum eða viljir láta reyna á það.

No comments:

Post a Comment